TIL BAKA

Sagan bakvið hönnuðinn, 50 ára starfsafmælið og nýjustu ilmirnir

Hvað hugsum við þegar við heyrum Jean Paul Gaultier?
Hann er áberandi, óhræddur og djarfur.

Frá unga aldri heillaðist Gaultier af fatahönnun og dáðist af korsilettum ömmu sinnar. Hann las tísku tímarit og vissi alltaf hvað var það heitasta í dag og hvað frægustu fatahönnuðirnir voru að gera. Hann byrjaði ungur að hanna föt á mömmu og ömmu sína og má segja að þaðan hafi hann stigið sín fyrstu skref sem fatahönnuður.

                 

Það var svo 1993 þegar fyrsti ilmurinn hans kom á markaðinn en það var Classique.
Dömulegur ilmur með dulúðum blómanótum. Tveimur árum síðar var Le Male var kynntur. Báðir ilmirnir urðu strax mjög vinsælir og árið 2012 var Le Male einn söluhæsti ilmurinn í Evrópu og náði mjög langt einnig í Ástralíu og Bandaríkjunum.
Við þekkjum ilmina á óvenjulegri hönnun glasana sem þótti mjög nýtt, djarft og skemmtilegt þegar ilmirnir stigu fyrst á markaðinn.

Það má segja að ilmirnir séu mjög klassískir en Gaultier er mjög duglegur að bæta í ilmvatns safnið sambærilegum ilmum en þeir skreyta allir sömu glösin nema sér til þess að hver ilmur hafi sitt einstaka þema í takt við ilminn sjálfann.
Einnig er Gaultier duglegur að endurhanna glösin við ákveðin tilefni.

Næsti ilmur bar nafnið Fragile en hann kom út árið 2000. Ilmurinn kom aðeins í takmörkuðu upplagi og seldist ekki eins vel og hans fyrstu ilmir.

Scandal ilmirnir hafa hlotið mikilla vinsælda hér á landi en sá fyrsti kom út árið 2017. Ilmirnir eru þungir, dramatískir, kynþokkafullir en kvennlegir og má búast við fleiri ilmum í Scandal safninu.
Hann hannaði yfir 118 ilmi frá árunum 1993 til 2019

Gaultier fagnaði sínu 50 ára starfsafmæli á sýningu sinni sem haldin var núna 22.janúar 2020 í Théâtre du Châtelet í París. Sýningin fór fram úr öllum væntingum en hann vildi blanda öllu saman sem hann elskar, gallabuxur, korsilett, sjóliða skyrtur í eina stóra sýningu. Gaultier tók einnig fram fyrir sýningu að engu mætti henda, allur fatnaður skal vera endurunnin en hönnunin hans í sýningunni var einmitt fatnaður sem var endurunninn úr allskyns gömlum flíkum sem hann fann eða átti. Hann sýndi yfir 200 ólík lúkk meðan hann blandaði saman ólíkum stíl módela, dönsurum, kvikmyndastjörnum og söngvurum. Gigi, Bella Hadid, Karlie Kloss, Winnie Harlow, Irina Shayk og Coco Rocha voru andlit sem meðal annars sáust á sýningunni

  

Gaultier er óhræddur við að fara sínar leiðir, óhræddur við skoðanir annarra og hann kemur okkur alltaf á óvart ár eftir ár. Viðskiptavinir og aðdáendur Gaultier bíða spenntir eftir hverju ilmvatni sem kemur út.

Við erum því spennt að segja ykkur frá nýjustu viðbót Gaultier.


Aviator og Pin Up.
Gaultier tókst að enn og aftur að hanna skemmtilegt þema og frábæra ilmi sem eiga eftir að falla í kramið hjá öllum Gaultier aðdáendum.

         

AVIATOR
Kynþokkafull, öruggur og seiðandi ilmur sem inniheldur topp nótur af Mintu og Bergamot sem gefur ilminum ferska orku og undirstrikar viðarnótur í ilminum sem botninn ber. Fjólublátt lauf einkennir hjartað og botninn ber dásamlegar nótur af viði og tonka baunum sem kveikja á tilfinningum þínum og mýkir ilminn.
Þessi ilmur er svo sannarlega ilmur sem er ávanabinandi svo dásamlegur er hann. Léttur, ferskur og kynþokkafullur

 

PIN UP
Jean Paul sér til þess að ilmnirnir séu ávallt í stíl við gamla góða Classique, djarfir, kynþokkafullir og fyrst og fremst skemmtilegir. Glasið er svo fallegt og fullkomin blanda af Classique og Pin-Up
Toppnóta ilmsins er Engifer en sú nóta einkennir Classique ilminn.
Nótur eins og appelsínublóm, ambergris og vanilla blandast vel saman og gera alla háða ilminum.