Fréttir

Pekanhnetudraumur

Með Til hamingju pekanhnetum og Saltkaramelluís frá Häagen-Dazs. Djúsí og góð kaka sem allir verða að prófa! Karamellubráðin yfir pekanhneturnar setur algjörlega punktinn yfir i-ið og fullkomnar þessa köku.

Pekanhnetudraumur

Brownie kaka uppskrift

 • 80 gr smjör
 • 100 g suðusúkkulaði
 • 270 g sykur
 • 3 egg
 • 100 g hveiti
 • ½ tsk. salt
 • 2 tsk. vanilludropar
 1. Hitið ofninn í 175°C.
 2. Bræðið saman suðusúkkulaði og smjör við vægan hita og leyfið hitanum næst að rjúka úr á meðan annað er undirbúið.
 3. Þeytið saman egg og sykur þar til létt og ljóst.
 4. Hellið súkkulaðiblöndunni saman við eggjablönduna, bætið vanilludropum í og hrærið saman.
 5. Sáldrið þurrefnunum saman við, hrærið rólega og skafið niður á milli þar til vel blandað.
 6. Smyrjið ferkantað form (um 23x23cm) eða spreyið með matarolíu og leggið bökunarpappír í botninn og upp hliðarnar (auðveldara að ná henni úr þannig og skera í bita).
 7. Hellið deiginu í og bakið í 20 mínútur, útbúið karamellubráðina á meðan.

Pekanhnetu karamellubráð

 • 100 g Til hamingju pekanhnetur (saxaðar)
 • 70 g púðursykur
 • 80 g smjör
 • 3 msk. rjómi
 • Saltkaramelluís frá Häagen-Dazs (berið fram með kökunni)
 1. Saxið pekanhneturnar og geymið í skál.
 2. Setjið púðursykur, rjóma og smjör í pott og bræðið, leyfið að sjóða í um eina mínútu og hrærið vel í á meðan, geymið.
 3. Þegar kakan hefur verið í ofninum í 20 mínútur má taka hana út, strá pekanhnetunum yfir og því næst hella karamellubráðinni jafnt yfir allt.
 4. Bakið að nýju í 10-12 mínútur eða þar til karamellan fer aðeins að dökkna í köntunum.
 5. Kælið aðeins og skerið niður í bita, njótið með saltkaramelluís frá Hagendaas. Kökuna má einnig kæla og njóta þannig, hún er góð hvernig sem er!

     

Offcanvas bottom
...