Knorr

Knorr býður upp á stóra vörulínu og gæðavörur í m.a. kröftum, súpum, sósum, kryddum, lasagna, pastaréttum og öðrum réttum.

Saga Knorr hefst í Þýskalandi árið 1838 þegar Carl Heinrich Knorr hóf að vinna hráefni fyrir kaffiframleiðendur.  Fljótlega fór hann að vinna með þurrkað grænmeti og krydd og kom fyrst Knorr súpunum á markað árið 1873.
Hæfni þessa frumkvöðuls til að finna upp á nýjungum og ástríða hans fyrir smekk og gæðum lifir áfram innan Knorr. Í dag eru eldhús Knorr leiksvæði fyrir hundruð matreiðslumanna sem vinna saman að því að bjóða fólki upp á dýrindis máltíðir. Milljónir manna njóta þessara gæða afurða á hverjum degi.

Markmið Knorr – 100% sjálfbær innihaldsefni árið 2020.
Knorr vinnur með þeim bestu sjálfbæru framleiðendunum, fjárfestir í nýjum og skilvirkari ferlum til að styðja betur við sjálfbæra framleiðslu frá jörð og á borð neytandans.

Markmiðin eru skýr – árið 2020 verða allar Knorr vörur gerðar úr 100% sjálfbærum efnum, markmiðin eru nú þegar á góðri leið.

Uppskeran
Allt grænmeti Knorr og jurtir er ræktað í sólinni og uppskeran fer fram þegar best er á kosið.

Matur
Grænmeti Knorr og jurtir er þurrkað hámark 6klst. eftir uppskeru, sem gerir það að verkum að það er alveg jafnmikil næring og jafnvel meira t.d. C vítamín í þurrkuðu tómötunum í Knorr eins og þeim sem keyptir eru í búðinni.

Þurrkun
Knorr notar náttúrulegar og mildar þurrkunaraðferðir sem þýðir einfaldlega að vatnið er fjarlægt úr hráefnunum en það sem gefur góða bragðið heldur sér.

Náttúran
Þurrkuð vara þarf ekki að innihalda rotvarnarefni og önnur aukaefni þar sem þurrkunin og það að fjarlægja vatnið tryggir að hægt sé að varðveita náttúrulegu efnin í hráefninu.

Flutningar
Matvæli sem eru þurrkuð áður en þau eru flutt milli staða gefa frá sér munni minni CO2, þar sem þurrkuð vara þarfnast minni umbúða og tekur minna pláss. 20kg af ferskum lauk verða að 1kg af þurrkuðum lauk, mismunurinn er vökvinn.

Endingartími
Þurr matvæli hafa langt geymsluþol og þurfa ekki að vera geymd í kæli, hvorki í verslun né á heimilinu, sem er þar af leiðandi orkusparandi.

Matarsóun
Þurrkuð matvæli þýðir minni matarsóun. Hjá Knorr er t.d. notaður toppurinn á gulrótinni, stilkurinn á tómötunum og hýðið af lauknum til að bera á akrana. Á heimilum er þessum ferska hluta framleiðslunnar hent og breytt í kjölfarið í úrgang. Úrgangi þarf að farga sem þýðir að það hefur áhrif á kolefnissporið.

Hér má sjá úrval af vinsælustu Knorr vörunum á Íslandi, Knorr má finna í öllum helstu verslunum:



									

Offcanvas bottom
...