Fréttir

Hamborgari með jalapeno majó

Sumarborgarinn þetta árið sem er sannarlega ekki af verri endanum! Berglind í Gotterí og gersemar heldur áfram að toppa sig og sýnir okkur hér besta sumarborgarann 2023! Að sjálfsögðu er nauðsynlegt að para borgarann með Cavendish frönskum Flavour crisp!

Hamborgari með jalapeño majó

Fyrir 4 manns

  • 4 x 200 g hamborgari + brauð
  • 4 ostsneiðar (þykkar)
  • 4 stórir portobello sveppir
  • Kál
  • Tómatasneiðar
  • Rauðlaukssneiðar
  • 1 poki Cavendish franskar – „Flavour Crisp“ (meðlæti)
  • Smjör til steikingar
  • Salt, pipar, hvítlauksduft, hamborgarakrydd
  • Jalapeño majónes (sjá uppskrift að neðan)
  • Útbúið jalapeño majónesið og setjið í kæli.
  • Hitið franskarnar samkvæmt leiðbeiningum á pakka og hitið grillið þegar þær eru komnar í ofninn.
  • Skerið allt grænmeti niður og steikið sveppina upp úr smjöri og kryddið að vild, geymið.
  • Grillið hamborgarana og raðið síðan öllu saman og setjið vel af majónesi.
  • Njótið með frönskum og meira jalapeño majónesi til að dýfa frönskunum í.

Jalapeño majónes uppskrift

  • 300 g Hellmann‘s majónes
  • 3 msk. smátt saxað jalapeño úr krukku frá Old el Paso
  • ½ lime (safinn)
  • 3 hvítlauksrif (rifin)
  • Salt og pipar eftir smekk
  1. Pískið allt saman og geymið í kæli fram að notkun. Gott að nota bæði á hamborgarana og með frönskunum.

     

Offcanvas bottom
...