TENA

Treyst af milljónum kvenna

Veik þvagblaðra en eitthvað sem 1 af hverjum 3 konum upplifir á einhverjum tímapunkti í lífinu. Rannsóknir sýna að 73% af þeim konum nota ekki vernd sem hentar þörfum þeirra. Þetta getur ýtt undir kvíða og ótta um vandræði sem fylgja veikleika í blöðrunni.

Vörurnar frá TENA hafa yfirburðar rakadrægni, hratt frásog og koma í veg fyrir lykt, þannig gera þær konum og körlum með blöðruvandamál kleift að lifa áhyggjulausu lífi.

Yfirburðar rakadrægni

TENA bindin eru fyllt með pínulitlum perlum sem stækka og breytast í hlaup þegar vökvi snertir þær. Vökvinn læsist í perlunum og kemst ekki aftur upp á yfirborðið og helst bindið því þurrt í allt að 12 klukkustundir.

Engin lykt

Perlurnar í TENA bindunum koma í veg fyrir bakteríumyndun í ammoníaki og haldast bindin þannig fersk og lyktarlaus.

Hratt frásog

TENA bindin soga vökva hratt í sig þar sem efsta lagið og dreifingarlögin eru sérstaklega hönnuð fyrir hraðflæði þvags.

Þunn og fyrirferðarlítil

TENA bindin eru þunn og fyrirferðarlítil þrátt fyrir að halda miklu magni vökva. Þannig færð þú verndina sem þú þarft án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að það sjáist.

Öryggi og þægindi

Rakadrægustu bindi TENA eru sérstaklega hönnuð til að veita hámarksöryggi gegn miklum leka. Efnið er mjúkt og þægilegt og andar vel, bindin eru hönnuð til að falla vel að líkamanum og veita þér hugarró bæði dag og nótt.

 

Vöruvalið

TENA Discreet Ultra Mini Plus eru extra löng innlegg sem veita öryggi gegn litlum þvagleka við hreyfingu, hósta eða hnerra. Þau eru rakadrægari en almenn innlegg með microPROTEXTM tækni sem læsir samstundis lykt og raka.

TENA Discreet Ultra Pad Normal eru þunn og veita örugga vernd fyrir létta ósjálfráð þvaglát. TENA Triple Protection hylur lykt, leka og raka á áhrifaríkan hátt og tryggir langvarandi þurrk í allt að 12 klukkustundir, svo þú finnur fyrir öryggi allan daginn.

TENA Discreet Extra þvaglekabindi eru fyrir hófleg ósjálfráð þvaglát. InstaDRYTM tækni dregur vökva djúpt inn í púðann og tryggir langvarandi þurrk í allt að 12 klukkustundir. Þreföld vörn gerir bindin að fullkomnum daglegum kosti fyrir fólk með miðlungs ósjálfráð þvaglát. Þau eru þægileg í notkun með teygju í hliðunum sem mótast eftir líkamanum.

TENA Discreet Protect+ Maxi Night veita þrefalda vörn gegn leka, lykt og raka. Þau soga þvag hratt í sig og haldast þurr í allt að 12 klukkustundir og draga úr óæskilegri lykt. Púðarnir eru breiðari að framan og aftan til að veita meiri vernd þegar þú liggur. Bindin henta vel gegn næturþvagleka og eru einnig góð fyrir konur sem hafa nýlega fætt barn eða gengist undir aðgerð.

TENA Lady Super eru mjög rakadræg bindi sem henta gegn hóflegum ósjálfráðum þvaglátum. Fljótþornandi kjarninn dregur þvag og lykt djúpt inn í bindið. Bindin eru þykkari og lengri en önnur bindi og veita þér örugga vernd þegar þú situr, liggur eða ert á ferðinni. Yfirborð bindanna er silkimjúkt og þægilegt og hleypir lofti að húðinni.

TENA Silhouette Plus High Waist Creme þvaglekabuxurnar líta út eins og venjulegar nærbuxur og eru hannaðar fyrir miðlungs til hámarks þvagleka. Rakadrægur grunnur er í buxunum sem dregur úr lykt. Hátt mitti, kvenleg hönnun og mjúkt efni tryggja að buxurnar haldist þægilega á sínum stað allan daginn.

TENA Men Active Fit Absorbent Protector Level 1 gleypa minniháttar þvagleka og verndar gegn lykt. Púðarnir sem eru hannaðir fyrir karlmenn eru einstaklega rakadrægir, þeir eru aðeins 3,5 cm á þykkt og sjást ekki utanklæða. 1 af hverjum 4 körlum yfir 40 ára upplifir þvaglekavandamál á einhverjum tímapunkti og eru þessir púðar hannaðir til að falla vel að líkama karla.

TENA Men Active Fit Absorbent Protector Level 2 veita örugga vörn gegn hóflegu ósjálfráðu þvagláti. Púðarnir innihalda þrefalda vörn gegn leka, lykt og raka og eru auðveldir í notkun þar sem límræman er fest í nærbuxurnar. 1 af hverjum 4 körlum yfir 40 ára upplifir þvaglekavandamál á einhverjum tímapunkti og eru þessir púðar hannaðir til að falla vel að líkama karla.

Offcanvas bottom
...