McVitie’s

Einn stærsti kexframleiðandi í Bretlandi sem rekur sögu sína aftur til McVitie & Price Ltd í Skotlandi árið 1830.

McVitie's - Bragð af góðum bakstri

Einn stærsti kexframleiðandi í Bretlandi sem rekur sögu sína aftur til McVitie & Price Ltd í Skotlandi árið 1830.

Digestive kexið kom fram á sjónarsviðið árið 1892 en nafnið kom til vegna þeirrar trúar sem menn höfðu á því að matarsódinn sem var notaður í framleiðsluna myndi bæta almenna meltingu.

Hobnobs kom á markaðinn í Bretlandi 1985 og tveimur árum síðar kom sú útfærsla með súkkulaði á markaðinn.

Digestive Caramel var svo kynnt til leiks árið 1999.

Lauslega áætlað er talið að í Bretlandi einu og sér, renni rúmlega 50 McVities kexkökur ofan í breska maga, á hverri sekúndu.

Í dag er þetta breið vörulína af kexi en vinsælastu vörurnar hérna á Íslandi eru þær sem hafa einhverja tengingu við súkkulaði.

Offcanvas bottom
...