Libby’s

Tómatssósan sem dregur alltaf fram það allra besta

Libby’s tómatsósa er gegnheil og sönn tómatsósa sem stendur með sínu fólki gegnum súrt og sætt. 

Hún er bæði barngóð og bragðgóð og breytir venjulegum hamborgara í heimsborgara án þess að trana sjálfri sér of mikið fram. Það er þetta gagnkvæma traust fólkssins og sósunnar og þetta einstaka vinarbragð sem er rauði þráðurinn í sögu Libby’s sem einnar vinsælustu tómatsósu landsins um árabil – án þess að hún sé eitthvað að monta sig.

Libby’s í gegnum áratugina

Libby’s rekur sögu sína aftur til ársins 1869 þegar Libby, McNeill & Libby var stofnað í Chicago í Bandaríkjunum.  Varð fyrirtækið m.a. eitt af brautryðjendum á framleiðslu og sölu á vörum í niðursuðudósum.

Libby’s er það vörumerki sem hefur fylgt Nathan & Olsen hvað lengst en saga Libby’s tómatsósunnar á Íslandi er nánast samofin um 110 ára sögu fyrirtækisins.  Eðli málsins samkvæmt höfum við verið minnt á gæði Libby´s með ýmsum hætti í gegnum tíðina, með miseftirminnilegu móti og með skilaboðum sem eldast sömuleiðis misvel.

En niðurstaðan er samt sú, að Libby’s tómatsósa mun halda áfram að rata á matarborð Íslendinga um ókomna tíð.

Morgunblaðið árið 1916

 

Alþýðublaðið 1929

 

Frjáls Verslun 1953

 

Morgunblaðið 1981

 

Morgunblaðið 1991

 

Morgunblaðið 1997

Offcanvas bottom
...