GRÖNT

GRÖNT er ný lína af veganvæddum réttum frá öllum heimshornum. Á bak við uppskriftirnar eru sælkerakokkar sem hafa eytt mánuðum í að þróa gómsætt bragð úr jurtaríkinu.

ALLT ER VÆNT SEM VEL ER GRÆNT

GRÖNT er ný lína af veganvæddum réttum sem þú þekkir og elskar – hér eru engar rauðrófusteikur eða linsubollur.
Á bak við uppskriftirnar eru nokkrir sælkerakokkar sem hafa eytt mánuðum í að þróa gómsætt bragð úr jurtaríkinu.

Réttirnir fjórir koma frá öllum heimshornum – hér er að finna chili non carne, lasagne, grænt karrí og tikka masala – allir veganvæddir og tilbúnir í ofninn eða örbylgjuofninn. Réttirnir koma allir frosnir og eru því hentug leið til að útbúa fljótlega, bragðgóða og holla máltíð fyrir þig og alla fjölskylduna.

VEGANVÆDDIR RÉTTIR
Skoðaðu úrvalið hjá okkur og sjáðu hvernig þú getur nostrað við bragðlaukana.

FARÐU VEL MEÐ TÍMANN ÞINN… OG JÖRÐINA

Með GRÖNT sparar þú tíma í eldhúsinu og kallar fram gómsæta vegan máltíð á nokkrum mínútum.
Við erum stolt að segja frá því að umbúðirnar okkar eru úr 64-70% endurunnu plasti og öskjurnar eru úr 100% endurunnum pappír.

Vörur

Chili non carne
Vegan chili non carne með chili-sósu, sojahakki og langkorna hrísgrjónum.

Lasagne
Vegan lasagne með sojahakki í tómatsósu með hvítri sósu og rifnum vegan 0,7% osti.

Green Curry
Vegan hrísgrjónaréttur með grænni karrísósu og sojapróteinbitum.

Tikka Masala
Vegan hrísgrjónaréttur með sterkri Tikka Masala-sósu og sojapróteinbitum.

Offcanvas bottom
...