Afgreiðslutími og vöruafhending
Ekran sendir allar pantanir að kostnaðarlausu gegn 20.000 kr. lágmarkspöntun á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. 40.000 kr. lágmarkspöntun er fyrir landsbyggðina. 7.000 kr. afgreiðslugald bætist við pöntun sem nær ekki tilsettu lágmarki.
Pantanir þurfa að berast fyrir kl. 15:00 og eru til afgreiðslu næsta virka dag. Pantanir á dagvöru (ferskvöru) þurfa alltaf að berast fyrir kl. 12:00 (kl. 11:00 fyrir Akureyri) til að vera afgreidd næsta virka dag.
Hægt er að fá flýtimeðferð, með fyrirvara að hægt sé að verða við því, gegn 7.000 kr. flýtiafgreiðslugjaldi. Þess konar pantanir þurfa að berast fyrir kl. 10:00 á afhendingardegi.
Sóttar pantanir verða að vera pantaðar fyrir kl. 15:00 til að sækja daginn eftir. Samdægurs afgreiðsla þarf að panta fyrir kl. 14:00 gegn 7.000 kr. flýtiafgreiðslugjaldi og fyrirvara um að hægt sé að verða við óskinni.
Öll verð eru samkvæmt gjaldskrá Ekrunar. Virðisaukaskattur er ekki innifalinn í uppgefnu verði (með fyrirvara um innsláttarvillur, prentvillur og myndvillur). Allar verðbreytingar berast viðskiptavinum með hæfilegum fyrirvara.
ÚTKEYRSLA OG VÖRUAFHENDING
Ekran sendir allar vörur á landsbyggðina með Flytjanda.
Afhendingar á vörum fara fram á virkum dögum á tímabilinu milli kl. 7:00 – 16:00. Vöruafhending fer almennt ekki fram um helgar og á lögbundnum frídögum.
Keyrsla innan höfuðborgarsvæðis skiptist fyrir og eftir hádegi eftir póstnúmerum.
Fyrir hádegi mánudaga, miðvikudaga og föstudaga
Póstnúmer 109, 110, 111, 112, 113, 116, 270-271
Fyrir hádegi þriðjudaga og fimmtudaga
Póstnúmer 200-203, 210, 220-221, 225
Viðskiptavinur skal ávallt tryggja gott aðgengi að afhendingarstað.
VÖRUSKIL
Ef skila á vöru (hver sem ástæðan er), skal kaupandi koma athugasemdum til skila til starfsmanna Ekrunnar innan 48 klst frá móttöku vöru.
Ekki er hægt að skila ferskvöru.
Söludeild
Mán-Fim 8.00-16.30
Fös 8.00-16.00
Vöruhús
Mán-Fös 7.00-16.00
Ath. lokað á milli kl.12:30-13:00