Skilmálar

Þjónustuskilmálar og afgreiðslutími pantana

Nathan hf. – Klettagörðum 19 – 104 Reykjavík – Sími 530 8500 – Vsk nr. 11388

ÚTKEYRSLA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU 

Pantanir sem berast í gegnum vefverslun fyrir kl. 24:00 verða afgreiddar næsta virka dag. Pantanir sem berast í gegnum söludeild eða tölvupóst þurfa að berast fyrir kl. 16:00 til að vera afgreiddar næsta virka dag.  

*Pantanir af vörum frá samstarfsaðilum þurfa að að berast fyrir kl. 12:00 til að vera afgreiddar næsta virka dag.  

Allar pantanir sem eru yfir 25.000 kr. án vsk. eru sendar á kostnað Nathan.

ÚTKEYRSLA Á AKUREYRI 

Pantanir þurfa að berast fyrir kl. 15:00 til að vera afgreiddar næsta virka dag.  

*Pantanir af vörum frá samstarfsaðilum þurfa að berast fyrir kl. 11:00 til að vera afgreiddar næsta virka dag. 

Allar pantanir sem eru yfir 25.000 kr. án vsk. eru sendar á kostnað Nathan.

ÚTKEYRSLA Á LANDSBYGGÐINNI 

Nathan sendir allar vörur á landsbyggðina með Flytjanda. Allar pantanir sem eru yfir 25.000 kr. án vsk. eru sendar á kostnað Nathan. Vara er afhent í næstu vöruafgreiðslu Flytjanda. Ef pöntun nær ekki tilsettu lágmarki leggst sendingarkostnaður á pöntunum samkvæmt verðskrá Flytjanda.  

Allar pantanir þurfa að berast daginn fyrir brottför. Flytjandi gefur sér 1-2 daga til afhendingar, áætlun flytjanda má finna hér, Afgreiðslustaðir og ferðaáætlun | Eimskip 

ÚTKEYRSLA Á SELFOSS, HVERAGERÐI, ÞORLÁKSHÖFN, EYRARBAKKA, STOKKSEYRI 

Nathan dreifir vörum beint á ofangreinda staði á Suðurlandi á miðvikudögum og föstudögum. Aðra daga er vörum dreift með flytjanda.

Dreifing á miðvikudögum og föstudögum: 

Pantanir þurfa að berast fyrir kl. 12:00 á þriðjudegi til að vera afgreiddar á miðvikudegi.  

Pantanir þurfa að berast fyrir kl. 12:00 á fimmtudegi til að vera afgreiddar á föstudegi.  

ÚTKEYRSLA Í REYKJANESBÆ, ÁSBRÚ, KEFLAVÍKURFLUGVÖLL, VOGA 

Nathan dreifir vörum beint á ofangreinda staði á Suðurnesjum á fimmtudögum. Aðra daga er vörum dreift með Flytjanda.

Pantanir þurfa að berast fyrir kl. 12:00 á miðvikudegi til að vera afgreiddar á fimmtudegi.  

Allar pantanir sem eru yfir 25.000 kr. án vsk. eru sendar á kostnað Nathan.

SÓTTAR PANTANIR 

Ekkert þjónustugjald er tekið fyrir pantanir sem sóttar eru í vöruhús.  

ANNAР

Afhendingar á vörum fara fram á virkum dögum á tímabilinu milli kl. 7:00 – 16:00. Vöruafhendingar til viðskiptavina fer almennt ekki fram um helgar og á lögbundnum frídögum. 

Ef viðskiptavinur er í vanskilum, þarf greiðsla útistandandi reikninga að berast fyrir kl. 11:00 daginn fyrir skilgreindan afhendingardag til að Nathan geti afhent viðskiptavini vörur. 

Greiddar og ósóttar pantanir eru geymdar í 10 virka daga. Að þeim tíma liðnum ber viðskiptavinur kostnað af vörunum, óháð því hvort þær hafi verið sóttar eða ekki. Nathan áskilur sér rétt til að farga vörunum án endurgreiðslu.

VÖRUR FRÁ SAMSTARFSAÐILUM 

Vörur frá samstarfsaðilum eru ferskvörur og ekki geymdar á lager, þessar vörur eru sérstaklega merktar í vefverslun. Verð á *vörum frá samstarfsaðilum eru breytileg frá degi til dags. Vörurnar eru háðar verðum/skilmálum birgjans og eru verðin á heimasíðu Nathan einungis til viðmiðunar. Endanlegt verð birtist á reikningi. Ef pöntuð vara frá samstarfsaðila er ekki til mun fyrirtækið leitast við að bjóða staðkvæmdavöru.
Með *vörum frá samstarfsaðilum er átt við ferskvöru sem pöntuð er frá þriðja aðila. 

Slíkum vörum er ekki hægt að skila. 

Samstarfsaðilar:
Bananar
Kjarnafæði
Mjólkursamsalan
Hafið
Norðanfiskur 

VÖRUSKIL 

Ef skila á vöru (hver sem ástæðan er), skal kaupandi koma athugasemdum til skila til starfsmanna Nathan innan 48 klst frá móttöku vöru. 

Gallaðar eða rangt afgreiddar vörur utan höfuðborgarsvæðisins og Akureyrar skulu endursendar með Flytjanda. Kreditreikningur er gerður þegar varan kemur í hús. 

Hafi vara skemmst í meðhöndlun starfsmanna þriðja aðila (t.d. flutningsaðila) eða misræmi er á milli fjölda afhentra vara og vörufylgisskjali, þarf móttakandi vöru að gera athugasemd við flutningsaðila við vöruafhendingu. 

*Vörum frá samstarfsaðilum (ferskvöru, frystivöru, mjólkurvöru, ávextir, grænmeti, brauðmeti og kjöt) er ekki hægt að skila. 

REIKNINGSVIÐSKIPTI 

Hafi verið samið um annan greiðslumáta en staðgreiðslu eða greiðslur með greiðslukorti skal Nathan senda út reikning fyrir selda vöru. Gjalddagi reiknings fer eftir viðskiptaskilmálum á milli Nathan og viðskipavina sinna. Reiknast dráttarvextir á reikninga sem greiddir eru eftir eindaga í samræmi við lög nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Við vanskil reikninga reiknast dráttarvextir frá eindaga til greiðsludags. Athugasemdir vegna útgefinna reikninga skulu berast fjármálasviði Nathan innan 10 daga frá útgáfudegi reiknings. Verði ágreiningur um fjárhæð reiknings er viðskiptamanni einungis heimilt að bíða með greiðslu á þeirri fjárhæð sem raunverulegur ágreiningur er um. 

Stór hluti af vörusafni Nathan er afgreitt og reiknisfært eftir vigt. Nathan leytast eftir því að afgreiða sem næst þeirri þyngd sem viðskiptavinur pantar. Endanlegur reikningur miðast ávallt við endanlega þynd vörunnar við afgreiðslu. 

350 kr. seðilgjald leggst á alla greiðsluseðla. 

LÖG OG VARNARÞING 

Íslensk lög skulu gilda um viðskiptaskilmála þessa, samninga og eftir atvikum tilboð sem Nathan gerir við viðskiptavini sína. Ágreining um framkvæmd samnings skulu Nathan og viðskiptavinur leitast við að leysa með samkomulagi. Ef ekki næst samkomulag skulu ágreiningsmál rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Heimilt er að vísa ágreiningi til gerðardóms ef báðir aðilar eru því samþykkir og skulu lög nr. 53/1989 um samningsbundna gerðardóma gilda um málsmeðferð fyrir gerðardómi.