Fréttir Matarhugmyndir

Cheerios stangir

Við mælum með þessum með kaffinu Auðveldar cheerios stangir sem tekur enga stund að útbúa

Hráefni
✓ 1 dl hnetusmjör
✓ 1 dl hunang
✓ 5 dl cheerios
✓ súkkulaði ég notaði 50/50 dökkt og hvítt

1. Setjið hunangið og hnetusmjörið saman í skál – inn í örbylgjuofn í 30 sek, takið út og hrærið og svo aftur inn í 30 sek
2. Setjið cheerios í skál og hellið hunangs og hnetusmjörsblöndunni yfir og blandið vel saman
3. Pappírsklæðið eldfast mót (ég notaði 27x18cm) og hellið cheerios blöndunni í formið. Dreyfið vel svo það fylli í öll horn
4. Setjið inn í frysti í 30 mínútur og bræðið súkkulaðið á meðan
5. Skerið cheeriosið í stangir og setjið bráðið súkkulaði ofaná – aftur inn í frysti í 30 mínútur eða þar til þið ætlið að borða stangirnar

Geymið í frysti. Mjög gott að borða eitt svona með kaffi bollanum 🙂
Uppskrift frá: www.tinnath.is/