Fréttir

Snilldar húðrútína með vörum frá Shiseido – Vital Perfection

Shiseido eru japanskt vörumerki sem framleiðir vandaðar snyrti- og húðvörur. En ein vinsælasta vörulínan þeirra er Vital Perfection.

Þessi dásamlega lína hentar öllum konum á aldrinum 40 ára og eldri sem vilja vernda húðina gegn niðurbroti. Við ætlum að segja ykkur frá snilldar húðrútínu með vörum frá Vital Perfection.

Á morgnanna

Uplifting and Firming Eye Cream

Byrjum á að setja augnkrem, en það veitir unglegra og bjartara augnsvæði. Á aðeins einni viku eykst þéttleiki húðarinnar og línur verða minna sýnilegar. Rík formúla sem fer hratt inn í húðina og dregur einnig úr bólgum í kringum augnsvæðið.

LiftDefine Radiance Serum

Skref 2 er að setja serum, en þetta serum gefur húðinni ferskara og unglegra útlit á aðeins 4 vikum. Serumið þéttir, lyftir og lífgar upp á húðina með léttri og nærandi formúlunni sinni. Einnig jafnar það út mislit í húðinni og mótar andlitsdrætti þína.

Intensive WrinkleSpot Treatment

Eftir serumið er gott að nota Intensive WrinkleSpot Treatment. Þetta virka krem inniheldur Pure Retinol tækni sem vinnur staðbundið á þeim svæðum sem þú vilt vinna á og skilar miklum árangri. Við mælum með að setja þetta krem á það svæði sem þú vilt minnka öldrunareinkenni eða djúpar línur. Árangur sést eftir 4 vikur.

Uplifting and Firming Dagkrem

Næst setjum við dagkrem, en þetta dagkrem sér til þess að gefa húðinni hálfgerða lyftingu og munt þú sjá árangur á stuttum tíma. Eftir viku verður húðin sléttari og innan mánuðs verður hún þéttari og bjartari. Dagkremið kemur í mismunandi útgáfum, fyrir mjög þurra húð og svo venjulega húð. Einnig getur þú fengið það með SPF 30.

Á kvöldin

LiftDefine Radiance Face Mask

Það er alltaf notalegt að enda langa daga á dekri. Andlitsmaskinn frá Shiseido er háþróaður og skilar árangri eftir fyrstu notkun. Maskinn er í tveimur hlutum, legst vel að andliti, kjálka og háls. Stærri maskinn er settur á allt andlitið en lengri maskinn er festur á bakvið eyrun og styður við hökuna. Maskinn á að vera á andlitinu í 10 mínútur.

Overnight Firming Treatment

Endum daginn á góðu kremi, Overnight Firming Treatment endurvekur húðina á meðan hún sefur. Kremið lífgar upp á hana, vinnur á sýnilegum öldrunareinkennum, eykur teygjanleika hennar og jafnar út mislit í húðinni.