Libero gefur íslenskum börnum þúsundir bleyjupakka
Íslendingar kjósa í síauknu mæli Libero bleyjur fyrir börnin sín. Markaðsgreining, í samvinnu við Nielsen í Noregi, hefur tekið saman sölutölur á íslenskum neytendamarkaði sem sýna að Libero hefur yfir 80% hlutdeild á þessum markaði. Viðtökurnar hafa verið gríðarlega góðar á Íslandi síðustu ár og traustið sem foreldrar hafa sýnt…

Í þakklætisskyni ákvað birginn okkar í Danmörku að verðlauna Nathan & Olsen með þúsundum bleyjupakka sem við að sjálfsögðu gáfum áfram og leyfum neytendum að njóta góðs af með hjálp okkar helstu samstarfsaðila.
Síðustu daga hefur viðskiptavinum Bónus, Krónunnar og smærri verslana boðist að fá Libero Touch bleyjupakka, stærðir 1 og 2, með 14 bleyjum í hverjum pakka, ókeypis eða gegn vægu gjaldi*. Framtakinu var vel tekið og við vonum að bleyjurnar komi að góðum notum.
Um Libero
Libero bleyjur hafa verið framleiddar í yfir 50 ár og á þeim tíma hefur stöðug þróunarvinna átt sér stað til að mæta þörfum viðskiptavina okkar og bjóða þeim bestu bleyjur sem völ er á.
Allar Libero vörur eru ofnæmisprófaðar, ilmefnalausar, Svansmerktar og vottaðar af norrænu Astma- og ofnæmissamtökunum.
Libero leggur mikla áherslu á umhverfismál í öllu ferli framleiðslunnar, allt frá vali á birgjum, efnum og framleiðsluaðferðum yfir í förgun og kolefnissporið í heild.
*Í Bónus kostaði hver bleyjupakki 99 kr. og mun upphæðin ganga til góðgerðarmála.